mánudagur, nóvember 27, 2006

Ríkisstjórnin eykur misskiptingu

Það þarf engan prófessor Stefán Ólafsson til að útskýra fyrir mér nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka misskiptingu í þjóðfélaginu. Með breytingum á áfengisgjaldi er því nefnilega þannig komið fyrir að ódýrt áfengi (sé það til) hækkar en dýra áfengið lækkar.

Það þýðir að Chateau Petrus og fleiri stórvín sem forstjórar einir kaupa, þau lækka, en venjulegt Sunrise sem við hin verðum að gera okkur að góðu, það hækkar. Sanngjarnt? Þetta er í takti við aðrar þær velgjörðir sem færðar hafa verið þeim tekjuhæstu á undanförnum árum og er mál að linni.

Mér finnst uppgjör formanns Framsóknarflokksins við Íraksstríðið byrja ágætlega, en því er hreint ekki lokið. Hann á að biðja alþingi afsökunar og sýna iðrun í verki. Ef þetta voru rangar upplýsingar þá þarf að spyrja hvernig það gat gerst og gefa þeim orð í eyra sem laug.

Hitt er líka fyndið að uppgjörið við Írak hefst eftir að flokkurinn er búinn að gera upp við Kristinn H. sem var eini þingmaðurinn sem benti á það allan tímann að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið var 'röng eða mistök'.

Góðar stundir.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Mann fýlan leifði sér meira að segja að hæðast að Kidda S í ræðu sinni.

5:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home