miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Tæknilegu mistökin

Í dag er mikið rætt um tæknileg mistök, sem nota bene enginn tapaði á og enginn annar var sakfelldur fyrir. Því skal hér rifja upp dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þingmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi og annar maður í 3 mánaða fangelsi fyrir að greiða honum mútur.

Í dómsorði Hæstaréttar segir:

Fjárdráttur. Umboðssvik. Mútur. Rangar skýrslur. Brot í opinberu starfi. Tilraun. Hlutdeild.
Á var ákærður í 27 töluliðum fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Þá voru B og GH sakaðir um mútur og GH, SA og T um hlutdeild í umboðssvikum Á. Á játaði brot sín í 12 af fyrrnefndum töluliðum en dró til baka játningu sína í tveimur þeirra fyrir Hæstarétti. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um þessa töluliði enda ekkert komið fram sem sýndi að játning hans fyrir héraðsdómi hefði verið gerð fyrir mistök eða leiddi til þess að hún yrði dregin í efa að öðru leyti. Þá var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu Á fyrir brot samkvæmt 4 ákæruliðum sem hann hafði ekki játað staðfest en Á undi niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu samkvæmt 2 liðum þar fyrir utan. Enn fremur var Á sakfelldur fyrir brot samkvæmt 4 ákæruliðum til viðbótar en niðurstaða héraðsdóms um sýknu Á af 5 liðum staðfest. Með vísan til þess að Á var sakfelldur fyrir fleiri brot en í héraðsdómi, hafði látið af starfi alþingismanns vegna málsins og gengist greiðlega við hluta þeirra sakargifta sem hann var borinn, var refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár en fallist á það með héraðsdómi að hvorki væri unnt að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti né að hluta. Þá var GH sakfelldur fyrir þau brot sem hann var ákærður fyrir og gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu B, SA og T var staðfest.

Niðurstaða héraðsdóms (sem var mildari en Hæstiréttar!!) var svona: Ákærði Árni brást trausti sem honum var sýnt er hann var skipaður til að sinna þeim opinberu störfum sem lýst er í ákærunni. Brotin framdi hann í opinberu starfi, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, og er það virt til refsiþyngingar eins og lýst er í því lagaákvæði. Brot ákærða eru mörg og alvarleg.

Talandi um tæknileg mistök.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home