mánudagur, febrúar 19, 2007

Helgin

Þessi helgi var svona: Árshátíð Krumma, tvö grímuböll, þynnka, blaðamannaverðlaun, kálfakjöt með shitakesveppum, konudagurinn, bollukaffi, eldsmiðjan, Dreamgirls.

Ég var gæsluvarðhaldsfangi á grímuböllunum, með tattú, handjárn og DV fyrir andlitinu. Ég var líka með úlpu yfir hausnum, þess vegna man ég ekki alveg allt sem gerðist....

Í dag er bolludagur. Í tilefni þess vil ég nefna að mér finnst sulta alls ekki eiga heima á bollum. Ég hef lengi átt í útistöðum við sultur, og rek það til leikskólaáranna þegar ég tók sultu einu sinni í misgripum fyrir tómatsósu og hrúgaði henni ótæpilega á diskinn og var í kjölfarið látinn klára gegn vilja mínum. Brennt barn forðast eldinn.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Kristján Valur said...

Andrés Önd lenti í því einu sinni þar sem hann vann í verksmiðju í Andabæ að víxla límmiðunum sem fóru á krukkurnar. Heilt bretti af jarðarberjasultu var því merkt sem tómatsósa. Þegar svo bæjarbúar sem áttu sín einskis ills von fengu jarðarberjasultu á pulsurnar sínar í pulsuvagninum, fylltust þeir réttlátri reiði og aumingja Andrés var eltur burtu úr bænum af hamslausum múgi. Seinheppinn, hann Andrés, og Örn.

4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home