föstudagur, mars 09, 2007

17 ár


Í dag eru 17 ár síðan ég fékk bílpróf. Ég man eftir því að ég fór í tíkallasímann á 1. hæð skólahúss MR og hringdi í Sumarliða frænda, ökukennarann minn, til að tékka hvort ég hefði náð prófinu daginn áður og hvort maður fengi þetta bleika og gæti farið á rúntinn um kvöldið. Sumarliði jánkaði því og bætti því við þeim fréttum að ég hefði eignast bróður þá fyrr um morguninn. Í morgun hringdi ég þann bróður og var hann þá staddur í MR, þó ekki í tíkallasíma. Svona breytast tímarnir - og samt breytist ekki neitt.

Til hamingju með afmælið Ívar!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home