Ætt á haugana?
Sá í fréttum að matur var fluttur á haugana í stórum stíl frá Fjölskylduhjálp Íslands. Ástæðan var sú að hann var kominn fram yfir síðasta söludag. Var þetta gott eða vont athæfi? Ég hefði viljað að vöruflutningabíllinn hefði stoppað hjá mér á Reynimelnum því mér sýndist þetta mest vera þurrvara, hrísgrjón og fleira sem rennur ekki út fyrir en á efsta degi og er hægt að éta með góðri lyst miklu lengur en framleiðendurnir segja, en þeim er vorkunn því þeir þurfa að selja fleiri grjón og skiptir engu máli fyrir þá hvort maturinn hefur viðkomu í maga einhvers, svo lengi sem hann er keyptur.
Ég held að samsæriskenningasmiðir, kenndir við 9.11. ættu að skoða aðrar dagsetningar sem standa þeim nær. Síðasta sölu- og neysludagssamsærið er að mínu mati eitt stærsta samsæri gegn neytendum sem fundið hefur verið upp. Það væri verðugt verkefni að fá fyrirtækin til að upplýsa hvernig þessar dagsetningar eru fundnar út. Þetta er allt tómt #$(")$"(" kjaftæði.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home