Bændur gegn klámi
Stjórn Bændasamtaka Íslands, sem eiga Hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá hópi fólks sem bókað hafði gistingu á Radisson SAS Hótel Sögu dagana 7.-11. mars. Ákvörðun þessi er studd af Rezidor Hotel Group sem er rekstraraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar.
Nú er mér spurn hvort þessir ágætu hótelrekendur þurfi ekki að gera gangskör að því að tryggja að ekki sé sýnt klám á sjónvarpsrásum þeim sem í boði eru á herbergjum þeirra. Allir vita að hægt hefur verið að kaupa klám á herbergjum hótela hér og þar.
Hvað segja bændur um það? Ekki er þetta tvískinnungur?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home