þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Úlfaknús

Var að ljúka við bókina The Tenderness of Wolves eftir Stef Penney sem ég varð mér út um i Cambridge um daginn. Bókin fjallar um landnema í Kanada og snýst um ákveðna morðgátu og tilveruna í landi þar sem fólk af ólíku bergi brotið reynir að lifa af án alls infrastrúktúrs. Heldur fannst mér bókin laus í reipunum, þótt hún hafi unnið Costa verðlaunin (gömlu Whitbread verðlaunin) sem besta frumraun höfundar í fyrra. Morðgátan og lausn hennar bauð ekki upp á mikla spennu og ýmislegt annað veldur vonbrigðum, til dæmis mikið umtöluð beinvala sem á að vera lykill að miklum leyndardómi. Kosturinn við bókin er þessi stúdía um fólk sem er að reyna að koma sér fyrir í nýju landi þar sem villidýrið er alltaf á næsta leyti. Vonaði ég alveg fram á síðustu blaðsíðu að Íslendingar kæmu við sögu en varð að láta mér norskan sértrúarsöfnuð duga.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home