þriðjudagur, mars 13, 2007

Bændablaðið - þjónusta við lesendur Röflsins

Einn vinsælasti þjónustuliður þessarar síðu er að miðla því besta úr Bændablaðinu hverju sinni. Nú verður stiklað á stóru yfir blað dagsins 13. mars, sem einnig er afmælisdagurinn hans afa, sem er fæddur 1930 eins og Clint Eastwood.

Fréttir:

Innflutt kjöt til Danmerkur bakteríumengað
Sjöunda hver sending af innfluttu fuglakjöti til Danmerkur er svo sýkt af bakteríum að hún er endursend til framleiðendanna. (Þessi frétt sýnir að við eigum sko bara ekki að láta okkur detta í hug að borða erlent kjöt)

Íslendingar vilja hafa landbúnað
Segja niðurstöður skoðanakönnunar. Var ekki spurt hvort við værum með eða á móti mat?

Bændur blogga
Þetta er frétt ársins...

Spennandi ungfolasýning hjá Sunnlendingum
Ný sending af hnökkum?

Engin ellimerki á Leikfélagi Hveragerðis sextugu: SÝNA ROKKÓPERUNA UM JESÚ KRIST VIÐ GÓÐAR UNDIRTEKTIR.
Engin ellimerki, ópera upp úr 2000 ára gömlu máli?? Spurning hvað Dúndurfréttir og Vesturport segja við þessu?

Hryllingsfrétt þessa eintaks:
Enginn veit í hve miklum mæli aliminkur sleppur úr eldisbúrum.
Obb obb obb.

EINFASA RAFMAGN HEMILL Á FRAMFARIR Í SVEITUM
Nú, ég hélt að það væri Framsóknarflokkurinn!

Knattspyrnumaður hefndi sín með traktor
Það eru ekki allir sem bregðast jafn vel við vonbrigðum. Til dæmis ákvað serbneski knattspyrnumaðurinn Slavomir Milnovich að hefna sín á félagi sínu FC Miramor þegar hann var settur út úr liðinu....Í stuttu máli þá plægði hann upp völl liðsins á dráttarvél fjölskyldunnar. Pæling fyrir Eið, ef hann kemst ekki í byrjunarliðið hjá Barcelona...


SMS skilaboð varar nágrannana við svínalykt.

Frétt um nýjasta framlag Dana í þessum iðnaði (þ.e. svínakjötsframleiðslu)

Sóknarpresturinn kemur á ADSL sambandi
Í fréttinni kemur reyndar fram að þetta er bara venjulegt ADSL, ekki netsamband við þá í efra. Vegir guðs eru ennþá órannsakanlegir.


Auglýsingar:
Lely Astronaut - MEST SELDI MJALTAÞJÓNNINN. (Eru astronaut á Íslandi? Er hægt að fá astronautagúllas?)

Landbúnaðarferð til Skotlands
Þar má sjá öll skosku búfjárkynin, vélar handverk, heimaframleiðslu og margt fleira. Verð 78.500

Kjarni málsins - Ekkert viðhald
Kjarnagluggar. (Þessa auglýsingu gæti Mogginn líka notað)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home