mánudagur, mars 12, 2007

Forsíðufrétt ársins

Þessi snilldarfrétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær, sunnudag. Það er eitthvað við þetta.....einhver hreinn, ljúfur og nauðsynlegur tónn....Regínutónn kannski?



Hér er textinn.

"Ólafsvík | Hvergi á guðsgrænni jörð er yndislegra lífríki en hér við Breiðafjörð. Það sannaðist nú eina nóttina, í rafmagnsleysi sem færði okkur ró og kyrrð, því logn var veðurs. Þá bárust okkur alveg inn að rúmi ómar frá söngleik sem árlega er „á fjölum“ í hlíðinni ofan við Bæjarfoss en nú er fengitími fjallarefsins. Hetjutenórar og prímadonnur játuðu hvert öðru ást sína háum tónum. Í hléinu skutust þau svo ofan Ennið að sjó en þar er nú góð matarvon fyrir dýrin því loðnan er að hrygna og deyja. Í sjónum er líka veisla, svo mikil að þorskurinn getur varla andað, hvað þá blístrað enda er hann þögla hetjan í leikriti þessa lands."


Í mínum augum er þetta skúbb ársins. Hef þó ekki séð aðra fjölmiðla taka þetta upp, dæmi um þann hráskinnaleik sem samkeppni á fjölmiðlamarkaði er.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg furðulegt. Get samt skilið að fegurð Breiðafjarðar hafi djúpstæð áhrif á menn.

brk

12:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home