laugardagur, mars 31, 2007

Erfitt að velja?

Sumar ákvarðanir, þarf að taka, þótt þær séu erfiðar. Það geta verið rök með og á móti, en hver á að ákveða hvort rökin vegi þyngra? Þegar þetta er skrifað þá er búið að birta fyrstu tölur í kosningu meðal Hafnfirðinga um hvort þeir geti hugsað sér stórfellda stækkun álversins í Straumsvík. Eins og áður sagði þá eru rök með og á móti og hnífjafnar tölur upp úr kössunum. Á meðan ég öfunda ekki Hafnfirðinga af því að vera jafn klofinn í afstöðu sinni og raun ber vitni þá finnst mér aðdáunarvert að bæjaryfirvöld hafi látið ákvörðunarvaldið, í jafn umdeildu máli, í hendur almennings. Lúðvík Geirsson, Gunnar Svavarsson, Margrét Gauja og félagar hafa gert sér grein fyrir stöðunni og sýna hárrétt stöðumat, pólitískt séð, að framselja ákvörðunarvaldið til fólksins, ekki af fælni við ákvarðanatöku, heldur þvert á móti. Það er miklu kjarkaðri ákvörðun að gefa valdið frá sér heldur en að beita því í þessu máli. Þótt fermingarveislurnar muni krauma af deilum um lyktir kosninganna þá breytir það því ekki að niðurstöðurnar gilda. Hafnarfjarðarbær hefur gengið á undan með mjög erfiðu en góðu fordæmi - og að sjálfsögðu væla Sjálfstæðismenn og aðrir íhaldssinnar yfir því að íbúar hafi fengið í hendur aukið vald til að stýra þróun bæjarins. Annað hefði komið mér á óvart. Svo er að sjá hvernig þetta endar.....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home