miðvikudagur, mars 21, 2007

Besta kaffi í heimi

Sælkerum og áhugafólki um mat og drykk á heimsmælikvarða er bent á að horfa á Kastljósið í kvöld. Ath. þó að ekki er verið að fjalla um lasagne-ið sem ég bjó til í gær. Það hefði komist í heimsmetabók Guinness ef við hefðum ekki verið svona svöng, nenntum ekki að bíða eftir þessari dómnefnd.

Í kvöld verða afgangar. Ólíkt því sem gerist í leiksýningum þar sem 2. sýning er venjulega lélegust, þá eru lasagne-afgangar einhver sá magnaðasti matur sem um getur.

Drengir, sjáiði ekki veisluna?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home