Hafnarfjörður Hafnar
Já, lýðræðið fór illa með Alcan/Ísal um helgina. En það er líklega ein af niðurstöðunum líka að stóriðjusinnar eru ekkert mikið færri en stóriðjuandstæðingar. Maður spyr sig samt: „Ef stærð álversins í Straumsvík er svona óhagkvæm, af hverju eru Húsvíkingar þá að heimta eitt stykki“?
Það verður áhugavert að fylgjast með eftirköstum þessara kosninga.
Að öðru. Meistaradeildin er i forgrunni þessa vikuna en samt er maður með deildina bak við eyrað. 7. apríl mætir Chelsea Tottenham og Man Utd sækir Portsmouth heim. Það eru samtals sjö umferðir eftir og þar af ein innbyrðis viðureign, 9. maí. Með aðeins sex stiga forystu, má lítið út af bregða. Bagalegt að þrátt fyrir að það sé sláttur á þeim rauðklæddu, skuli bláu seðlabörnin enn ná að hanga í sénsinum.
Þarf að rjúka, framtíðin bíður.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home