Feilhögg Jóa í Bónus
Hvað er Jói í Bónus að spá? Birtir auglýsingar alls staðar þar sem hann hvetur sjálfstæðismenn í Reykjavík suður til að kjósa D en strika yfir Björn því hann ætli að skipa Jón HB Snorrason (Sem Jói kallaði svo smekklega Jón hund í bandi Snorrason) ríkissaksóknara. Reyndar hefur árangur Jóns ekki verið upp á marga fiska, en ég held að árangur Jóa í Bónus af þessum auglýsingum verði enn minni.
Hann flaskar á því að þeir sem kjósa flokkinn, þeir kjósa Björn, hvort sem þeir strika yfir hann eða ekki, best að sleppa D bara alveg.
Þetta minnir mig á slæma auglýsingu Framsóknarmanna sem beindist persónulega gegn Steingrími J. á ómálefnalegan hátt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home