sunnudagur, maí 06, 2007

Tveir meistarar



Sunderland unnu í fyrstu deild undir stjórn Keane. Allt stefnir í að hann verði arftaki Fergusonar, og væri ég sáttur við það. Ég þakka Arsenal fyrir vel unnin störf í dag og hlakka til að sjá Chelsea menn mynda heiðursvörð þegar Utd. gengur inn á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Gaman að þessu. Tökum bikarinn líka!

Samfylkingin í sveiflu upp á við og ef vel gengur í síðustu vikunni þá gæti Gummi skolast inn á þing, þar sem hann á heima. Það væri áhugavert að sjá fjölmiðla gera ekki bara grein fyrir kostnaði við auglýsingar, heldur líka kostnað við hringingar og beina markaðssetningu, eins og 40% flokkurinn stundar af alefli. Hvað ætli það sé stór úthringisveit í Valhöll. Það væri áhugavert að frétta það.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home