fimmtudagur, maí 10, 2007

Geir vill flæma bankana og útrásarfyrirtækin úr landi

Er ekki ástæða til að rifja upp ummæli Ágústs Guðmundssonar í Bakkavör, á viðskiptaþingi um að aukinn áliðnaður ætti ekki að vera framtíðarsýn Íslendinga, því það spillti fyrir útrásarfyrirtækjunum sem færðu þjóðarbúinu margfalt meiri ávinning.

Þar sagði hann að þótt Íslendingar komist í hóp stærstu álframleiðenda heims og virki alla hagkvæmustu virkjanakosti landsins, verði hagur íslensks samfélags af því aldrei meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis. „Hvaða útflutningsgreinar þola samfellda uppbyggingu stóriðju í nær áratug?“ spurði Ágúst. Afleiðingin gæti orðið sú að útflutningur aukist ekki, heldur færist milli greina. Útflutningsgreinar sem hafi háan virðisauka og byggja á þekkingu og hugviti fari burt.

Svo má líka minna á þau ummæli Bjarna Ármannssonar um að rétt sé að afnema launaleynd.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home