föstudagur, maí 04, 2007

Umræða um spillingu áfram - ekkert stopp

Maður hefði haldið að umhverfisráðherra myndi vilja leyfa umræðunni um forgangsmeðferð tengdadótturinnar deyja eftir fínt viðtalsútspil í Íslandi í dag (sem ég sé að sumir kalla Framsókn í dag). En í staðinn þá kærir hún Kastljósið og framlengir þannig í málinu. Í öðrum löndum væri hún liklega bara búin að segja af sér . Gauti hefur orðið:

Ég sá í fréttum meira um Jónínumálið. Stúlkan sem sótti um ríkisborgarrétt fékk hann á 10 dögum -- frá því umsókn var lögð til dómsmálaráðuneytis þangað til Alþingi Íslendinga samþykkti sérstök lög til að hún fengi ríkissfang. Meðalafgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt er 5 til 12 mánuðir. Og ég geri ráð fyrir að sá tími eigi við um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins, ekki afgreiðslu sérlaga frá Alþingi.

Sjá hér

Mér var hugsað til málsins sem var til þess að David Blunkett sagði af sér fyrir rúmum tveimur árum í Bretlandi sem innanríkisráðherra sem lesa má hér.

Málavextir voru þessir: Barnfóstra kærustu hans sótti um framlengingu á landvistarleyfi. Hún fékk þessa framlengingu eftir 52 daga, the það er 120 dögum hraðar en að meðaltali í UK. Þetta mál er ekki sambærilegt við hið íslenska að því leitinu til að hér var eingöngu um atvinnu- og dvalarleyfi að ræða, ekki ríkisborgararétt. Eins tók afgreiðslan mun lengri tíma í Bretlandi en heima. Þá þurftir ekki sérstakrar lagasetningar við í Bretlandi til að samþykkja dvalarleyfið, en eins og kunnugt er samþykkti Alþingi sérstök lög til að útvega stúlkunni ríkisborgararétt.

Davið Blunkett þurfti að segja af sér fyrir að "grunsemdir" hafi vaknað. Þegar David Blunkett sagði af sér sagði hann þetta:

"Any perception of this application being speeded up requires me to take responsibility. That is why with enormous regret I have tendered my resignation to the prime minister today."

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home