Snilld skilar sér alltaf
Ármann skrifaði í gær um finnsku félagana MA Numminen og Pedro Hietanen og þeirra stórkostlega flutning á meistaraverkinu Tractatus Logico Philosophicus, eftir Íslandsvininn Ludwig Wittgenstein, í Norræna húsinu fyrir 13 árum.
Ármann veltir fyrir sér hvort þeir félagar muni eftir þessum tónleikum en það leyfi ég mér að efast um. Ég fékk eiginhandaráritun frá stjörnunum á tónleikaplakatið, en þegar Pedro ætlaði að dagsetja sína, þá gat hann ekki munað hvaða áratugur var.
Þessu plakati er ég nú búinn að týna. Fann þessa snilld félaganna í staðinn:
Ég stenst ekki mátið á að bæta þessu við. Af hverju? Ja, um það sem maður getur ekki talað, verður maður að steinhalda kjafti.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Ja ég man amk vel hver það var sem dró mig á þessa tónleika og telst þar með frumkvöðull í kynningu á þeim félögum hér á landi.
Skrifa ummæli
<< Home