föstudagur, maí 18, 2007

Vinstri græn gráta

Vinstri grænir gráta það nú mjög að ekki hafi gengið upp plottið um stjórn þeirra með Sjálfstæðisflokknum. Ef Samfylkingin hefði hafnað viðræðum við Geir þá sæti Steingrímur á fundi með Geir núna. Ég fagna því að Ekki-Ríkisstjórnin verður ekki að veruleika og bind vonir við að Uppstigningarstjórnin hafi frjálslynda jafnaðarstefnu að leiðarljósi. Samningsstaða Ingibjargar er sterk, með síðbúið bónorð Vinstri grænna og Framsóknar upp á vasann. Samfylkingin getur líklega náð fleiri stefnumálum sínum í gegn með Geir, heldur en að þurfa að eyða tímanum í stilla til friðar milli Framsóknar og Vinstri-grænna.

Framsókn grætur nú að hafa ekki strax á sunnudag gengið úr ríkisstjórninni. Þar voru skiptar skoðanir. Sumir vildu sömu stjórn, aðrir aðra stjórn og sumir enga stjórn. Menn voru reyndar sammála um eitt: Að boð VG um stuðning Framsóknar við minnihlutstjórn væri móðgun. Hversu trúverðugt er það að formaður Framsóknar tali nú um trúnaðarbrest við Geir? Veit hann eitthvað í dag sem hann visii ekki í gær, þegar hann aftók að trúnaðarbrestur hefði orðið? Og maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta út af þessu yfirklóri með kosningablað DV. Ætli blessaðir mennirnir hafi yfirhöfuð lesið þetta blað?

Nú er nóg blaðrað um þessar stjórnarmyndunarviðræður. Búinn að pakka saman hér í vinnunni og við tekur flug á morgun til Frankfurt þar sem horft verður á FA bikarúrslitaleikinn á írskum pöbbb á flugvellinum áður en flogið verður áfram til Istanbúl til fundar við baðhúsin, basarinn og bænahúsin.

Kannski maður hendi inn ferðabloggi ef netið býðst einhvers staðar á leiðinni.

Lifið heil.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Blogger ÁJ said...

Út frá þröngum flokkshagsmunum ættu nú VG-liðar frekar að vera hlæjandi en grátandi yfir þessari stjórn. En auðvitað er það ekki það eina sem fólk hugsar út frá.

12:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð Örn og Ásta, er mjög spennt að heyra hvernig ykkur líkar Istanbul. Hlakka til að fara aftur sem fyrst! Sendið okkur nú smá línu : )

Arna

12:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home