Samræmdur lokunartími forn
Stefán vinur minn lögreglustjóri Eiríksson hefur undanfarna daga haft á lofti hugmyndir um að krárnar í miðbænum eigi öllum að loka klukkan 2 á nóttunni um helgar.
Segjum sem svo að allir loki klukkan 2. Hvað gerist þá?
Þá myndu súpur af fólki safnast saman á götunum, rétt eins og var þegar allt lokaði klukkan 3 forðum, nema hvað menn væru enn óþreyjufyllri og argari. Næturpartíium í heimahúsum (mest miðsvæðis) myndi stórlega fjölga. Líklega myndi krám fækka mjög á svæðinu og þær stækka til að bregðast við skertum afgreiðslutíma. Velta í veitingabransanum myndi minnka stórlega þannig að veitingastöðum af öllu tagi myndi fækka líka. Skemmst frá því að segja að mér líst illa á þessar hugmyndir.
Getur verið að Stefán hafi stuðning borgarstjórans fyrir hugmyndum um skertan djammtíma? Villi virðist alla vega stundum láta sig dreyma um íslenska Osló. Einhverjir fleiri sem vilja það?
Ég er því þó alveg fylgjandi að löggan vinni vinnuna sína og framfylgi reglum og lögum. Taki til dæmis menn og sekti fyrir að kasta af sér þvagi á almannfæri og brjóta glerflöskurnar sem þeir tóku með sér að heiman. Einnig finnst mér að lögreglan mætti stöðva sölu ÁTVR í Austurstræti á áfengi (köldu sem volgu) til fólks sem er í mikilli vímu. (Það er í orðu kveðnu bannað en ég sá á föstudag starfsmann selja ógæfumanni tvo bjóra og styðja svo valtan kúnnann út, gott ef hann opnaði ekki bjórinn fyrir hann líka)
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home