föstudagur, október 19, 2007

Ríó+Þeyr=Sprengjuhöllin?

Ef Ríó er staðan og Þeyr andstaðan, þá er Sprengihöllin niðurstaðan. Þetti gæti alla vega verið yfirborðskenndi klisjudómurinn um þessa ágætu sveit sem ég sá í fyrsta skipti á sviði í gær, í Lídó á Iceland Airwaves. Þetta er, í stuttu máli sagt, hreint frábær hljómsveit, sem skipuð er sonum Ríótríóara og Þeysara ásamt fleirum. Textarnir eru svo snjallir og vel samsettir að það er til 'háborinnar' fyrirmyndar eins og sagt er.

Talandi um Þey, er ekki kominn tími á kombakk? Jafnvel show á Broadway með þriggja rétta? Væru það ekki hin fullkomnu helgispjöll, svona svipað og að setja setja fyndin outtakes með mismælum á dvd útgáfuna af Schindler's List?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home