miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Harðskafi og Öll trixin í bókinni

Las Öll trixin í bókinni í gær. Þar er farið yfir feril Einars Bárðarsonar sem umboðsmanns. Einar er manna skemmtilegastur og því skilar bókin vel. Í henni kemur skýrt fram að tónleikahald er ekki öruggur gróðabransi en gaman að fá að skyggnast aðeins baksviðs með Einari. Fróðlegt að sjá hversu markvisst hann hefur byggt sig upp sem 'Umboðsmaður Íslands', til dæmis með því að sækjast fast eftir dómarasæti í Idol. Þessi bók er eflaust hluti af sömu strategíu.

Harðskafa las ég um daginn. Fínlega ofinn reyfari en um leið haldið áfram að kafa ofan í persónu Erlendar og forsögu hans. Skrifað ofan i akveðinn hóp - og öll trixin í bókinni!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home