mánudagur, nóvember 12, 2007

Bjartsýnisverðlaun

Guðný Halldórsdóttir fékk í dag bjartsýnisverðlaun Alcan. Sem er gott, því hún hefur örugglega verið mjög bjartsýn á að Veðramót myndu landa nokkrum Eddum í gær, með 11 tilnefningar undir belti. Þó skilaði sér aðeins ein.

Edda kvöldsins frá mínum bæjardyrum var að sjálfsögðu fyrir Gettu betur en eins og Simmi sagði í ræðunni, þá átti tengdó hana svo sannarlega skilið og fékk hún samstundis nafnið Edda Andrésdóttir.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt Andrés fengi bráðum aðra Eddu og þá úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Til hamingju Andrés!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home