fimmtudagur, desember 20, 2007

Vitringarnir farnir

Jæja, nú hefur sjálfur erkibiskupinn af Kantaraborg látið hafa eftir sér að líklega hafi vitringarnir þrír ekki verið til. Að sagan af þeim hafi öll einkenni goðsögu. Óekkí! Látum það vera að fyrir ekkert svo mörgum kynslóðum hefðu menn verið settir á bálið fyrir svona ummæli, en - ef ekki vitringar, hvað þá? Hvar endar svona hugleiðingar? Engin jólastjarna? Engin jata? Engir himneskir herskarar? Enginn Jósef, engin María, enginn Jesú? Reyndar sýna rannsóknir að á þessum tíma var ekkert Betlehem, en gott og vel.

Maður er í sjokki yfir þessu. Þarf ekki að breyta textanum við Bjart er yfir Betlehem?

"Dimmt var yfir svæðinu þar sem einu sinni var Betlehem
ef það væri jólastjarna þá mundi hún blika þar."

Aðeins flóknara.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home