mánudagur, nóvember 26, 2007

Úr Öskunni

Óhugnalegasta bókafrétta ársins var: Ösku Yrsu Sigurðardóttur dreift í verslanir. Nú er ég búinn að lesa þessa bók. Um hana er þetta að segja: Ágætlega hugvitssamlegt glæpaplot, sem er þó ekki alveg nógu grípandi. Fínir sprettir í vinnu með karaktera, t.d. Þóru, en samt hefði ég viljað sjá aðeins meira 'engagement' af hálfu aðalpersónunnar. Hún hættir engu til í bókinni og er voðalega mikið í vinnunni bara. Ekkert heimadrama þar á ferð, var kannski óverdósað á því síðast, þegar hún varð amma? Ritarinn Bella er hins vegar mjög skemmtileg persóna og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ágætis reyfari já.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home