laugardagur, janúar 12, 2008

Óbreyttir skattar

Nú mása minnihlutamenn í borgastjórn um að skattar hafi hækkað í Reykjavík, en þar er útsvarsprósenta óbreytt frá í fyrra en vegna þess að íbúðahúsnæði hefur hækkað í verði, þá borga menn meira í ár en í fyrra.

Þess vegna hlýtur að vera fljótlega von á snaggaralegri og hárbeitt stílaðri (og alls ekki í staglkenndum stíl með fimmauruabröndurum) grein frá prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni þar sem hann bendir á að hér sé ekki um skattahækkun að ræða heldur aðeins aukning á skatttekjum. Eins og menn muna var Hannes óþreytandi í því að finna meinbugi á málflutningi prófessors Stefáns Ólafssonar um aukna skattbyrði láglaunafólks í tíð Davíðs Oddssonar. Til dæmis sagði Hannes:

Í fyrsta lagi ruglar Stefán saman skattheimtu (til dæmis hvort tekjuskattur er 10% eða 20%) og skatttekjum (hver afrakstur af skattheimtunni er í krónum).


Hvenær ætli þessi grein Hannesar birtist? Í dag eða á morgun væntanlega. Hannes hefur sýnt að honum er þetta mikið hjartans mál.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Öddi þú líkist nú Hannesi alltf meir og meir (verja foringjann whatever !!!!)

11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home