Búðu til þitt eigið lýðræði
Ég hvet alla sem geta til að skrá sig í stjórnmálaflokka og taka þátt í þeim prófkjörum sem eru að hefjast þessa dagana. Það er mesta lýðræðið sem er í boði. Kannski þarf að skrá sig í flokkana og menn geta svo skráð sig úr þeim ef það hentar. Ég hygg að ekki náist að koma á fót persónukjöri fyrir alþingiskosningarnar. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir taki þátt í prófkjörunum - helst í öllum þeim flokkum sem þeir geta hugsað sér að kjósa. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig eru á heimasíðum flokkanna.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Hvað með sauðtrygga Samfylkingarmenn eins og okkur tvo? Varla getum við kosið í forvali VG þó manni langi til þess...
Tek fram að ég hef ekkert á móti því að fólk kjósi í prófkjörum beggja flokka´á vinstrivængnum. En fyrir virka flokksmenn er svolítið halló að vera að skipta sér af innanflokksvali hins flokksins. Er það ekki?
Manni dauðlangar samt... :)
Skrifa ummæli
<< Home