föstudagur, mars 13, 2009

Spá um prófkjör Sjalla

Ég birti þennan spádóm Svanssonar í heild sinni og geri hann að mínum:

* Jórunn Frímannsdóttir nær ekki 2. sæti, þó hún sé formaður Þróttar.
* Ármann mun mæta á kjörstað í lopapeysu með bindi, og hugsanlega mun sjónvarpið fá að vita af því.
* Webbinn mun fordæma fréttamenn og fjölmiðla almennt fyrir fréttaflutning þeirra um prófkjör flokksins.
* Hinn lopapeysuskrýddi sjallinn mun áfram fara framhjá fjölmiðlum, án þess að Vefþjóðviljinn kvarti sérstaklega undan fréttamönnum landsins fyrir vikið.
* Árni Johnsen mun ekki tapa mörgum atkvæðum í Vestmannaeyjum þó kosningablaðið hans hafi týnst.
* Björn Bjarnason mun skrifa pistil (því ekki bloggar hann) um prófkjörsniðurstöðuna, og í pistlinum mun verða útúrdúr sem túlka má sem skot á Guðlaug Þór.
* Fresta mun þurfa kosningu á fyrri kjördegi þegar í ljós kemur að óprúttnir aðilar geti hreinlega flett því upp úti í bæ hverjir séu skráðir í flokkinn og hvort þeir hafi kosið, enda hafa Sjálfstæðismenn löngum verið alræmdir klaufar þegar kemur að því að framkvæma kosningar. …
* Guðlaugur Þór mun, ef hann sigrar, strax og niðurstöður liggja fyrir lýsa yfir framboði til formanns á sunnudaginn. Loftur Altice mun hins vegar túlka niðurstöðuna sem stuðningsyfirlýsingu við eigið formannsframboð.
* Fremsti fréttavefur landsins mun skrifa mikla og ítarlega lofgrein um sigurverara prófkjörs í Reykjavík, hver sem hann nú verður, enda vilja þeir byggja upp samheldni í flokknum á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu.
* Jónas.is mun úthrópa hinn almenna íhaldsmann að prófkjöri loknu, og fá miklar undirtektir í kommentakerfinu. Ritstjórn dv mun daginn eftir vitna orðrétt í hin frumlegu ummæli þessa “víðlesna bloggara”.
* Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins mun verða helgað þeim tímamótum sem niðurstöður prófkjörsins fela í sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina alla. Á þessari stundu ríkir liggur hins vegar ekki fyrir hvort það verður borið saman við fyrri álíka tímamótaviðburði í sögu flokksins, enda ekki vitað hversu langt aftur minni nýja ritstjórans nær um slíka hluti.
* Smugan mun skrifa fréttaskýringu undir fyrirsögninni “Konum hafnað”.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home