Páskar 2009
Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska! Páskarnir hafa ekki verið mjög rismiklir á Reynimelnum enda glíma heimilismenn við veikindi og vinnuálag. Þó hefur mér tekist að spila fótbolta tveimur sinnum og er það vel. Þrjú páskaegg komu í hús og hefur eitt þegar mætt örlögum sínum og annað heyr vonlausa baráttu. Andabringur í ísskápnum. Sellerírót og steinseljurót munu fá að kynnast náið í kvöld með aðstoð rjóma. Allt á hreinu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home