fimmtudagur, júlí 08, 2004

Skúbb

Það var fjöldi manns á mótmælunum gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar, eða skorti á þeim öllu heldur. Mér fannst nokkuð magnað að vera þarna, enda langt síðan maður mótmælti síðast. Sérstaklega var gaman þegar fólkið hrópaði í kór "VIÐ VILJUM KJÓSA! VIÐ VILJUM KJÓSA!". Ekki hélt ég að Íslendingar gætu mótmælt svona. Venjulega standa allir sem maður sér mótmæla frekar hnípnir og þegja meðan einhver einn þusar í gjallarhorn þannig að bergmálar um allt. Kannski er ástæðan fyrir dauflegum mótmælum sú að árið 1949 þegar mótmælt var af krafti á Austurvelli þá leyndist vopnað varðlið inni í þinghúsinu sem réðst síðan á mótmælendur. Getur verið að í undirmeðvitund okkar sé þessi mynd ennþá innprentuð og við þorum ekki að láta í okkur heyra af ótta við að vera látin kenna á því? Vonandi er þetta að breytast. VIÐ VILJUM KJÓSA!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home