föstudagur, ágúst 06, 2004

föstudagsmæðan

Kvöddum Dabba Magg í gær en hann heldur til Kanada á morgun með fjölskyldu sinni. Hann er svo heppinn að vera að flytja til Montreal en þangað kom ég 1997 minnir mig og fannst mjög gaman. Montreal er í frönskumælandi Kanada og ég man þegar ég var þarna á ferð var hávær umræða um það að frönskumælandi Kanadamenn ættu að fá sjállfstæði. Ríkisstjórn landsins var þessu mótfallinn og ég man eftir því að hluti af þeirra baráttu var að framleiða auglýsingar sem áttu að styrkja þjóðernisvitund landsmanna og auka samstöðu. Í auglýsingunum voru sviðsettir merkisatburðir úr sögu landsins með slagorðinu "Part of our Heritage". Kanada er órofa riki í dag þannig að greinilegt er að auglýsingar virka. Við sendum Davíð Magnússyni og fjölskyldu bestu kveðjur!

Kveðjuathöfnin tók sinn toll sem fól í sér hálgert andleysi og vitleysisgang í vinnunni. Fæ þó etv. nýjan bíl í kvöld. Þá get ég látið gera við brettið á gullvagninum og sett hann á markað.

TIL SÖLU
glæsilegur Renault Clio RN með geislaspilara
skráður 1999, ekinn aðeins 46 þús. km.
verð aðeins: 625 þúsund íkr.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home