Kverulant snyr aftur
Hér er afrit af kvörtunar-hate-maili sem grautfúll ég sendi á Iceland Express í morgun. Ég hef hingað til vera mjög hliðhollur þessu fyrirtæki en nú gæti orðið breyting þar á ef ég fæ ekki viðunandi svör við neðangreindu bréfi.
"Mér leist vel á tilboð sem þið voruð með um 18 kr. flugsæti til Kaupmannahafnar og ætlaði að bóka slíkt sæti kl. 10 í morgun.
Það reyndist síðan uppselt en ég fann 2 sæti til Köben á uþb 4000 stk og keypti það og borgaði, af því að sætin á 18 krónur virtust uppseld.
Síðan kemur í ljós þegar ég fór aftur inn á vefinn kl 10:30 að það ERU TIL sæti á 18 kr. AF HVERJU GAT ÉG EKKI FENGIÐ ÞAÐ Á 18 kr.?? Þetta er eins og hvert annað rugl. Ég er virkilega fúll yfir þessu.
Vonsvikinn viðskiptavinur
Örn Úlfar Sævarsson"
Ég sé reyndar núna að bréfið er ekkert rosalega vel skrifað og greinilegt að bréfritari er of æstur til að vanda sig. Tja, reyndar er ég ennþá rosalega fúll yfir þessu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
og hvenær er gert ráð fyrir brottför?
Skrifa ummæli
<< Home