Tímamótahelgi
Eins árs afmæli, nýr bíll og fest kaup á 40Gb iPod (sem kemur ekki strax til landsins þó). Allt eru þetta tímamót. Fögnuðum afmæli með dinner í Sjávarkjallaranum í gærkvöldi. Ótrúlega fallegur veitingastaður með afbragðsgóðum mat.
Í morgun voru keyptir flugmiðar til Danmerkur (þó ekki á 18 kr. eins og kemur fram hér að neðan grrrrrr). Ætlunin er að skoða litla barnið hjá bróður mínum í Árósum, en það er væntanlegt í heiminn á næstunni ásamt því að slaka á í kóngsins Köbenhavn.
Eins og sést af þessum færslum hefur sparnaður ekki verið hafður í hávegum undanfarna daga.Fokkitt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home