föstudagur, september 24, 2004

Hvernig var Damien Rice?

Jú, þetta voru þrusutónleikar. En þar sem ekki er liðið ár, varla nema rúmlega hálft ár, síðan hann hélt síðast tónleika hér, í Nasa eins og nú, þá markast upplifun manns mikið af því. Í stuttu máli sagt þá held ég að tónleikarnir núna hafi verið "betri" en síðast....en....hins vegar þá var upplifunin af síðustu tónleikum miklu sterkari. Þá kom sviðsframkoma írska dvergsins manni gersamlega í opna skjöldu ásamt með öllum þeim göldrum sem hann framdi með gítarinn og effektana. Nú var með honum söngkona sem var góð og samleikur þeirra var mikilvæg viðbót frá síðustu tónleikum.

Hápunktur tónleikanna: coverlagamix þar sem m.a. komu fram Portishead, Prince og Led Zeppelin.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Kristján, Margrét og Auðunn said...

Fengum lika gott live covermix a Saigon Saigon. Crazy in love beint a eftir The long and winding road.

1:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home