fimmtudagur, september 23, 2004

Hvers konar rugl er þetta orðið?

Þessi frétt var á Vísi í morgun:

Flugvél á leið frá Lundúnum til Washington var snúið til Bangor í Maine-ríki í gær þar sem nafn á farþegalista vélarinnar þótti grunsamlegt. Farþeginn hét Yusuf Islam, og var áður þekktur sem Cat Stevens, poppari og höfundur laganna "Moonshadow" og "Wild World" á áttunda áratugnum. Eftir margra klukkustunda bið hélt vélin áfram til Washington án Yusufs Islam, sem yfirvöld ætla að senda heim til Lundúna með fyrstu vél í morgunsárið.

Ekki nóg með það að vélin sé gránduð þegar á miðri leið kemur í ljós grunsamlegt nafns eins farþega. Ekki nóg með það heldur á að senda snillinginn með grunsamlega nafnið beinustu leið til baka. Alla leið yfir Atlantshafið. Þetta er argasti nafnafasismi. Eins konar mannanafnanefnd frá helvíti.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home