föstudagur, september 17, 2004

Vel í veiði

Mjóavatn á Auðkúluheiði hefur ekki verið mikið í fréttum síðustu vikur. Auðkúluheiðin sjálf var reyndar mikið í fréttum fyrir fjöldamörgum árum vegna uppblásturs og argaþrass um lausagöngu búfjár. Menn mega hins vegar búast við því að Mjóavatni skjóti upp á stjörnuhiminn fréttanna eftir helgina þegar spyrst út hvílíkum metafla menn ætla að landa úr vatninu á morgun og hinn. Það verður vaskur hópur drengja undir stjórn Kristjáns Vals Jónssonar sem mun moka silungnum á land í tonnatali millli þess sem dreypt verður á írsku viskíi og skosku.

Vek ennfremur athygli á afbragðsgóðum hádegisveitingastað í miðborginni, en menn geta fengið afbragðs fiskrétti og fleira í kjallara Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg á fínu verði.

Svo er bara að vinna Fylki á sunnudaginn og Liverpool á mánudaginn. Annars rólegt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Liverpool

10:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home