miðvikudagur, september 08, 2004

Enski boltinn í Símanum?

Nú eru fylgismenn fjölmiðlafrumvarpsins sáluga glaðhlakkalegir og segja: "Við sögðum ykkur þetta. Þið vilduð þetta. Þið vilduð hafa þetta eins og hjá Berlusconi." Nú eru þessi gífuryrði að rætast.

Fjármálaráðherra mætir í drottningarviðtal í Kastljósið til að fjalla um Enska boltann - og gerir hann um leið að einhverju ofmetnasta sjónvarspefni allra tíma.

Mér sýnist reyndar Skjár einn vera á góðri leið með að sökkva þeim áhuga sem þó var á Enska boltanum fyrir. Lítið fer fyrir fréttum úr boltanum, litlar kynningar og almennt lítill spenningur. Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara að deildin er rétt að fara af stað og etv. reynir maður svo líka að sjá eins og einn leik þegar ristin á Rooney kemst í lag.

Þeir á SÝN geta reyndar verið sáttir við sitt, fjöldi áskrifenda hefur svo gott sem staðið í stað, enda er bjóða þeir upp á dagskrá sem er vel kynnt (!!!) og spennandi (Meistaradeildin, boltinn með Guðna Bergs, Spænski boltinn og svo er fullt af fólki sem hefur áhuga á golfi). Skjár einn hefur örugglega ekki úr miklu markaðsfé að spila, því þeir borguðu þvílíkt okurfé fyrir útsendingarréttinn einan, og við það bætist kostnaður við starfsmannahald, efnisflutninga frá útlöndum o.fl.

Kjaftasagan segir að um miðja síðustu viku hafi starfsfólki Skjás eins verið ráðlagt að leita sér að nýrri vinnu. Ég fagna því reyndar að stöðin hafi náð að bjarga sér fyrir horn. Sjáum hvernig þetta þróast.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home