miðvikudagur, september 15, 2004

Var 15. september frestað?

Vinur minn sagði mér í upphafi árs að hann bindi miklar vonir við 15. september. Þá mundi nú mikið breytast. Þá væri aflétt umsáturs-hræðslu-ástandi sem Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra (mmmm...feels good) hefði komið upp í þjóðfélaginu. Fólk mundi vonandi eiga auðveldara með að tjá sig um erfið og auðveld málefni án þess að beita sig sjálfsritskoðun af ótta við ímyndaða yfirvofandi reiði kallsins í brúnni.

Ég þekki líka mann sem sagðist í sumar ætla að mæta með köku í vinnuna til að fagna þessum langþráðu tímamótum.

Á þessum tíma gerði enginn ráð fyrir því að stólaskiptin yrðu með þessum hætti. Ég ímynda mér að veikindi Davíðs hafi á þversagnakenndan hátt styrkt hann pólítískt, amk. til skemmri tíma, og varla fara álitsgjafarnir að tala illa um kallinn þessa dagana. Skiptin verða því öll á rólegu nótunum og menn missa af þessu tækifæri til að hnýta í kallinn.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home