Seinheppið Morgunblaðið
Röflinu hefur borist boðskort í innflutningspartý (!!!) í nýju prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum 2 við Rauðavatn. Það fyrsta sem sló mig var að þetta er líklega eitt verst prentaða boðskort sem ég hef nokkru sinni séð. Einnig rifjast upp það að við borgarstjórnarkosningarnar 1982 barði Morgunblaðið hatrammlega á þáverandi vinstri-meirihluta, sérstaklega vegna áætlana um íbúðabyggð við Rauðavatn, því þetta væri stórhættulegt sprungusvæði. Mogginn, sem finnst fátt merkilegra en að vitna í sjálfan sig, ætti nú etv. að rifja þetta mál upp. Meirihlutinn féll í þessum kosningum og Davíð Oddsson komst til valda. The rest is his story.
Áætlanir um Danmörku virðast ætla að ganga upp, þrátt fyrir ákveðin set-bökk. Farið út 5. okt, heim 10. Orri Kárason tekur vel á móti sínu fólki.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home