Gullvagn seldur
Gullvagninn minn, Renault Clio, skrnr. RE 758, hefur staðið sig afburðavel gegnum tíðina. Helsta afrek hans var að fara suður vestari veginn meðfram Jökulsá á Fjöllum sem aðeins var ætlaður fjórhjóladrifnum bifreiðum. Uppskar nokkrar roðnanir hjá ökumönnum risavaxinna jeppa sem Gullvagninn veik fyrir á leiðinni svo jeppgreyin kæmust leiðar sinnar. Hann hefur líka farið hringinn kringum landið, í Landmannalaugar, á Ísafjörð og hefur aldrei fest sig í snjó. En nú skiljast leiðir.
Gullvagninn verður væntanlega seldur í dag með 50% afslætti. Kostaði 1.200.000 íkr. um jólin 1999 en selst haustið 2004 á 600.000 íkr. Gott eða slæmt? Tja. Erfitt alla vega.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Til hamingju. Their eru tha badir seldir gull og silfurvagninn. Sa Kgb reynsluaka thinum - keypti hann?
Kristjan
Skrifa ummæli
<< Home