Hver elskar ekki repúblíkana?
Nú eru þeir að tala um opinbera rannsókn á skjölunum sem styðja þá kenningu sem lengi hefur verði á lofti um að Bush forseti hafi (eðlilega) veigrað sér við herþjónustu í Víetnam og fengið pabba sinn til að hjálpa sér í feluleiknum. Skv. skjölunum mætti Bush aðeins nokkrum sinnum í Þjóðvarðlið Texas og óhlýðnaðist skipunum um regllubundna læknisskoðun.
Þessir repúblíkanar vilja láta rannsaka skjölin sem slík ofan í kjölinn, en auðvitað ekki upplýsingarnar sem þau innihalda. Ekki frekar en þeir treysta sér í opinbera rannsókn á því af hverju engin gereyðingarvopn finnast í Írak, pyntingunum í Abu Ghraid - eða ásökununum um lygar Kerry's um hetjudáðir í Víetnam.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home