Eftirskjálftar kosninganna - þversögnin um fylgi repúblíkana
Ég er ennþá þunglyndur yfir þessum úrslitum. Ég óttaðist það reyndar allan tímann að Bush mundi vinna, en á kjördag voru teikn á lofti um að Kerry ætti góða möguleika. Gríðarleg kjörsókn, hagstæðar útgönguspár gíruðu mig upp í að búast betri úrslitum en raunin varð um. Dem jankís!
Það er stór spurning varðandi kosningarnar, hvers vegna tekst repúblíkönum að rúlla uppí sveitaríkjunum (næstum öll fylkin nema strandfylkin). Þetta eru að meiri hluta fátækt fólk, iðnaðarmenn, bændur, verkamenn, og þeir kjósa flokk sem eyðir öllum peningum ríkisins í skattaafslátt fyrir þá allra ríkustu.
Eru demókratar virkilega svona miklir aumingjar að þeir geti ekki bent meirihluta kjósenda í einu einasta fylki á hvað skiptir mestu máli?
Svarið er auðvitað það að þessu fólki finnst stjórnvöld þvælast fyrir í flestum málum, vilja sem minnst af einhverri al-ríkisstjórn vita, sérstaklega ef sú ríkisstjórn ætlar eitthvað að fara að dekra við alla þessa homma, taka af AK-47 riffilinn af börnunum þeirra eða styðjast við aðrar hagfræðikenningar er þær sem er að finna í Biblíunni.
Þessi skýringarmynd frá Zúra útskýrir þetta etv. aðeins betur.
.
Þessir hópar eru öflugir. Ég man að ég upplifði þrýsting þessara hópa á eigin skinni þegar ég var lítill. Þá var það hópurinn "The Silent Majority" sem fékk því framgengt að framleiðslu hinna frábæru þátta Löður (Soap) var hætt, illu heilli.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home