mánudagur, nóvember 08, 2004

Heimurinn er minni en þú heldur

Búðu þig undir að uppáhalds súkkulaðið þitt hækki í verði á næstunni. Orsökin er að sú bylgja ofbeldis sem skellur á Fílabeinsströndinni þessa dagana veldur því að heimsmarkaðsverð á kakói hefur ekki verið hærra í fimm ár. Hafa slíkar ástæður ekki dugað mönnum so far til að hækka allt upp úr öllu valdi?

Ég man að einu sinni tók dollarinn svaka kipp og fór í hundrað og eitthvað og þá hækkuðu bíómiðar, gos og ýmislegt fleira umtalsvert. Stuttu síðar var hægt að kaupa dollara á eðlilegu verði en samt kostaði jafn rosalega mikið að fara í bíó og fá sér kók.

Enn hefur ekki verið gefið út hvað á að gera við peningana sem koma inn vegna sektargreiðslna olíufélaganna. Skynsamlegast væri eflaust að Samkeppnisstofnun héldi bara þessum peningum fyrir sig og notaði til að ráðast leiftursókn gegn samkeppnisbrotum hvar sem þau finnast. Kannski væri smá afgangur til að standa við samkomulag við öryrkja og borga kennurum sæmilegri laun. Nú eða senda landsmönnum bara ávísun.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home