föstudagur, nóvember 05, 2004

Við lifum á eftirminnilegum tímum

Sanniði til, þið eigið eftir að muna eftir fyrstu dögum nóvember 2004 um aldur og ævi. George Dubya endurkjörinn, Arafat dauður, Þórólfur...., og markið hjá Ronaldinho gegn Milan. Hér læt ég Digital Ísland liggja milli hluta þar sem ég er ekki ennþá kominn með örbylgjuloftnet, en sumir tala um byltingu í sjónvarpi. Ég læt mér í léttu rúmi liggja hvernig myndgæðin eru á Silfri Egils, enda er þar um útvarpsþátt að ræða.

Ég er haltur eftir boltann í gær. Sparkaður niður af dagfarsprúðum jarðfræðingi. Röflið mælir með Deep Frost kælispreyi í allar íþróttatöskur.

Nýr sími kominn í hús, hefur þann helsta kost að minna á iPod í útliti.

Sagði frá því í gær að ég hefi keypt Best of Grim. Hún er skemmtileg. Hitt var líka skemmtilegt að Ásta kom með sömu bók heim úr vinnunni. Truflun í vetrarbrautinni?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home