Digital Ísland
Jæja, þá er búið að tengja Digital Ísland fyrir mig. Skilst að það sé búið að vera brjálað að gera í rafeindavirkjabransanum undanfarna daga. Ekki stoppaði alla vega síminn hjá gaurnum sem gat komið örbylgjuloftnetinu upp og í samband meðan hann var heima hjá mér. Svo var hann með svo óþolandi hringingu, en nú er það alfarið hans mál. Ég er tengdur!
VIð erum þá komin með sirka 43 Norðurljósastöðvar, þar á meðal erótíska stöð, pólska stöð og svo fáum við í kaupbæti hálfan Skjá Einn. Skjár 1/2?
Við erum alla vega ekki lengur úti á þekju.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home