miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jæja

Þá er þetta Þórólfsmál búið. Hvað gerist næst? Nú er að sjá hvort fjölmiðlarnir hjóli með sömu hörku í þá sem bera mestu ábyrgðina á þessum olíuskandal. Það hefur t.d. ekki heyrst eitt orð frá Sólveigu Pétursdóttur. Hvernig á að túlka þá þögn? Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera hana að forseta alþingis. Hún væri þá stundum handahafi forsetavalds og Kristinn Björnsson þá um leið forsetafrú.

Ætli hún hafi látið hann sofa á sófanum þegar hún frétti hvað hann svindlaði rosalega mikið á ráðuneytinu hennar meðan hún stjórnaði löggæslu og framgangi réttlætis í landinu.

Reyndar er embætti ríkislögreglustjóra undir stjórn Haraldar Johannessen búið að draga nógu markvisst lappirnar í rannsókn málsins svo að sakir einstaklinga í olíumálinu verði illu heilli fyrndar loksins þegar það kemur til kasta dómstóla. Sjálfstæðisflokkurinn sér um sína.

Ég held að það hafi verið neinn annar kostur í stöðunni fyrir Þórólf og Reykjavíkurlistann en að borgarstjóri segði af sér. Annars hefði þetta mál legið eins og mara yfir öllu starfi listans næstu misserin. Huggulegt hjá honum að vinna samt út nóvembermánuð meðan verið er að finna arftaka sem allir geta sætt sig við. Vonandi missa R-menn sig ekki í þeim hanaslag.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home