fimmtudagur, desember 09, 2004

Athyglisbrestur 1

Það lýsir orðinu jólabókaflóð vel að sumar bækur fljóta ofan á og allir eru að tala um. Þetta eru ekki endilega bestu bækurnar. Athygli mín hefur t.d. verið vakin á bók sem litla athygli hafa fengið en þykir þó fantagóð. Þetta er bókin Flóttinn eftir Sindra Freysson. Ég man eftir Sindra frá því að ég var að byrja í MR. Hann var þá í 6. bekk og mikið skáld í útliti. Skáldsagan Flóttinn gerist á stríðsárunum, fjallar um Þjóðverja á flótta undan hernámsliðinu og er komin á listann yfir bækur sem gaman væri að lesa. Kannski vek ég athygli á fleiri bókum síðar? Checkit.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home