föstudagur, desember 10, 2004

Föstudagsfiðringur

Grandrokk gæti verið málið í kvöld. Fyrst er það PubQuiz sem byrjar 17:30 (3 Budweiser á krana takk). Svo er friðar og aðventumáltíð Spessa kannski maturinn í kvöld, á Næstu grösum, nema mann segi bara fokkitt og fái sér frekar blóðuga steik. Og svo kannski aftur á Grandrokk þar sem eru eru Huldar Brei og Bragi Óla að lesa upp úr bókum í sínum ásamt Mugison sem slúttar kvöldinu eins og hans er vísa og von. Ég er þegar kominn með eintak af Múrnum í Kína, einu bókinni sem sést utan úr geimnum, og auðvitað líka Mugimama plötunni, þannig að það er spurning hvort maður kaupir sér hreinlega Braga í kvöld líka og málið dautt.

Morgundagurinn er mjallhvítt óskrifað blað, en á sunnudeginum er Arsenal-Chelsea (eða öfugt?) og ætli maður drulli sér þá ekki í ræktina og horfi á leikinn af þrekhjólinu á lágmarkshraða.

Jólin eru mál málanna og lítur ekki út fyrir mikla afslöppun ef maður heimsækir alla sem mann langar að heimsækja um hátíðarnar. Vona að ég fái frí á mánudeginum 3. í jólum til að geta átt einn dag í náttfötum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home