Nýtt BogB
Ég fékk í hendurnar nýjasta tölublað BogB í gær. Mæli þar sérstaklega með úttekt Stefáns Pálssonar, aka blogglistamanninn #, þar sem hann fjallar um jólageðveikina og heldur því fram að það sé algjör vitleysa að vera að æsa sig á jólunum. Við eigum frekar að gera eins og öll skynsömu dýrin og leggjast í híði. Jólasveinatrú barna elur líka upp aðdáun á smáglæpamönnum sem brjótast inn hús, stela matvöru og liggja á gægjum og þar fram eftir götunum. Must read fyrir jólin. Í blaðinu er einnig að finna ágætt viðtal við Stefán Mána og smá úttekt á ferð okkar strákanna upp á Kjöl til að ná í jólabjórinn. Verð þó að segja að mér finnst Björundur enn ekki hafa fundið almennilega taktinn með blaðinu, sérstaklega fer subbulegt og handahófskennt umbrotið á blaðinu í taugarnar á mér. Svalara og meira sophisticated layout væri góð og greiðfær leið til að gefa blaðinu klassa. Og ekki vantar sætu stelpurnar hér á landi, það vantar bara ljósmyndara til að færa okkur almennilegar myndir af þeim.
Borðstofustólar komnir í hús, spáð er hrinu matarboða á næstunni.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home