mánudagur, desember 13, 2004

Útkall á Anfield + sigur

Tíðindalaus vika fannst ykkur ekki? Ein helsta fréttin var að löggan var kölluð að íbúð við Barónstíg en þaðan bárust mikil læti og var talið að um ofbeldisverk væri að ræða. Rétt að vissu leyti því þar voru 3 menn að fagna því að Liverpool hefði komist áfram í Meistaradeildinni. Lögreglunni urðu hins vegar á þau mistök að sleppa mönnunum og ganga þeir því enn lausir. Forsíða DV anyone?

Gleðifréttir vikunnar voru þær að loksins tókst okkur Kristjáni Val að kreista fram sigur í PubQuiz. Meðal spurninganna sem réðu úrslitum voru: skírnarnafn Ingjaldsfíflsins, barnastjörnuhlutverk Davíðs Þórs Jónssonar, fyrsta konan í trúboðastellingunni í íslenskri bíómynd, í hvaða landi er eyðimerkukletturinn Urulu, hvort var Árni Þorvaldsson eða Jón Teitsson kaþólskur biskup og svo mætti lengi telja, eða samtals upp í 19. Þó voru 2 spurningar nánast gefins, heimsmeistarar í knattspyrnu og þáttastjórnandi á RÚV sem hafði ekki efni á því að fara í brúðkaupsferð á dögunum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home