Bækur sem ég las í fyrra
Ja hérna, það var hægara sagt en gert að koma saman lista yfir bækurnar sem ég las í fyrra. Og sjá, þetta eru næstum allt einhverjir reyfarar, vissulega margir með sögulegu ívafi og því á vissan hátt intellektúal, t.d. 2 rússneskir reyfarar. Íslenskar bókmenntir eiga sína fulltrúa, allt af ferskari kantinum ef svo mætti segja. Mundi í fljótu bragði aðeins eftir tveimur bókum sem ég lauk ekki við og að sjálfsögðu voru það líklega metnaðarfyllstu bókmenntaverkin. Þetta er frekar slöpp frammistaða.
Ég hef lofað sjálfum mér því að draga úr lestri reyfara, binda það etv. aðeins við sumartímann eða eitthvað....
Ég nenni varla að dæma þessar bækur hverja fyrir sig, menn mega bara samband og spyrja.
Listinn f. 2004
Quicksilver, Neil Stephenson
The Confusion, Neil Stephenson
The System of the World, Neil Stephenson
Dauðans óvissi tími, Þráinn Bertelsson
Kleifarvatn, Arnaldur Indriðason
Q, Luther Blisset
The Curious Incident of the Dog in the Night Time, Mark Haddon
Napoleon 1. bindi, Max Eitthvað...
Angels & Demons, Dan Brown
Deception Point, Dan Brown
Digital Fortress, Dan Brown
The Da Vinci Code, Dan Brown
The Dante Club, Mark Pearl
The Rule of Four, Ian Caldwell & Dustin Thomason
Svartir englar, Ævar Örn
Meistarinn og Margaríta, Mikhaíl Búlgakoff
The Time Traveller’s Wife, Audrey Nifenegger
Vetrardrottningin, Boris Akúnín
Krýningarhátíðin, Boris Akúnín
Niðurfall, Haukur Ingvarsson
39 þrep á leið til glötunar, Eiríkur Guðmundsson
Við hinir einkennisklæddu, Bragi Ólafsson
Kveneinkaspæjarastofa númer eitt, Alexander McCall Smith
In the hand of Dante, Nick Tosche
The Seville Communion, Arturo Perez-Reverte
Dumasarfélagið, Arturo Perez-Reverte
Skuggaleikir, Juan Carlos Somoza.
Bækur sem ég kláraði ekki.
Stalíngrad, Antony Beevor
Year of the Death of Ricardo Reiss, José Saramago
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home